Ný stjórn í mótokrossdeild

Ný stjórn í mótokrossdeild

Ný stjórn í Mótokrossdeild Umf. Selfoss var kjörin á aðalfundi deildarinnar sem haldinn var í félagshúsi deildarinnar við Hrísmýri á mánudagskvöld. Magnús Ragnar Magnússon lét af störfum sem formaður deildarinnar eftir fjögurra ára farsælt tímabil þar sem starf deildarinnar og aðstaða hefur aukist gríðarlega og batnað.

Á fundinum var farið yfir starf deildarinnar og fjármál seinasta ár sem hvort tveggja er í blóma. Nokkrar umræður spunnust um brautarmál og keppnir komandi tímabils og er mikill hugur í mótokrossfólki fyrir sumarið.

Á myndinni eru frá vinstri Hannes Þorvaldsson, Brynjar Örn Áskelsson, Axel Sigurðsson formaður og Hilmar Tryggvi Finnsson. Á myndina vantar Júlíus Arnar Birgisson.

Ljósmynd: Umf. Selfoss/Gissur Jónsson

 

Tags: