Skemmtileg lokaferð í Jósefsdal

Skemmtileg lokaferð í Jósefsdal

Undanfarin ár hafa Mótokrossdeild Selfoss og Vélhjólaklúbburinn VÍK farið í sameiginlega enduroferð í Jósefsdal í lok hvers sumars í. Í ár var fyrirhugað að fara í ferðina þann 7. september en vegna veðurs var henni frestað um sólarhring. Í ferðina mættu 35 hjólarar, bæði iðkendur og foreldrar, sem hjóluðu í hálfa aðra klukkustund og endað var á grilluðum borgurum í aðstöðuhúsi þeirra VÍK manna.

Á myndinni eru hjólafólkið við upphaf ferðarinnar.
Ljósmynd: Umf. Selfoss

Tags:
,