Sumaræfingar í mótokross

Sumaræfingar í mótokross

Sumaræfingar hjá mótokrossdeild Umf. Selfoss hófust þriðjudaginn 20. maí sl.

Boðið er upp á æfingar hjá tveimur aldurshópum. Báðir hóparnir munu æfa á þriðjudögum og fimmtudögum kl. 19:00. Í boði verða æfingar fyrir yngri iðkendur á 50 cc-85 cc hjólum sem standa í rúman klukkutíma. Þjálfarar frá deildinni munu sjá um þennan hóp og er verðið 5.000 kr. mánuðurinn.

Guðbjartur Magnússon, Íslandsmeistari í unglingaflokki, mun sjá um eldri hópinn sem er fyrir hjól frá 85 cc og upp úr. Æfingarnar hjá þeim eru í tvo klukkutíma og æfingagjöldin eru 17.000 kr. fyrir mánuðinn. Hægt er að skrá sig hjá axelsig404@gmail.com eða í síma 661 7743.