Sumaræfingar

Sumaræfingar

Það verður líf og fjör hjá mótokrossdeild Selfoss í sumar eins og undanfarin ár en æfingar í mótokrossbrautinni hefjast í byrjun júní.

Boðið verður upp á æfingar í tveimur hópum. Ásta Petra Hannesdóttir verður með æfingar fyrir 65 cc og byrjendur í 85 cc tvisvar í viku. Einnig verða æfingar fyrir 85 cc og stærri hjól , verið er að ganga frá ráðningu þjálfara fyrir þær æfingar.

Tímasetningar sumaræfinga

Allar nánari upplýsingar má finna á fésbókarsíðu deildarinnar „UMFS Motocross Selfoss“.

Gleðilegt hjólasumar