Um 70 kepptu í nýrri og endurbættri mótokrossbraut á Selfossi

Um 70 kepptu í nýrri og endurbættri mótokrossbraut á Selfossi

Fjórða umferð Íslandsmótsins í mótokrossi fór fram laugardaginn 21. júlí í braut mótokrossdeildar UMFS á Selfossi. Félagsmenn deildarinnar voru afar stoltir að geta boðiðupp á eina af bestu brautum landsins. Tíu ár eru frá því að síðasta Íslandsmót var haldið á Selfossi.

Eftir stækkun brautarinnar og miklar endurbætur með hjálp Sveitarfélagsins Árborgar og margra fyrirtækja er hún nú orðin hluti af Íslandsmótinu. Brautin var í toppstandi og tæplega 70 keppendur voru skráðir til leiks þó veðurspáin væri ekkert sérstaklega góð. Lukkan var þó með móts-höldurum því ekki fór að rigna og blása fyrr en rétt í lokin og gerði þaðkeppnina mun skemmtilegri.

Þrír keppendur frá mótokrossdeild UMFS tóku þátt í keppninni og áttu öll góðan dag. Þorsteinn Helgi Sigurðarson keyrði af miklu öryggi eftir að helsti keppinautur hans lenti í vandræðum með gírpetala og uppskar Þorsteinn Helgi fyrsta sætið í 85cc flokki. Einey Ösp Gunnarsdóttir, sem keppti í kvennaflokki og hefur verið að bæta sig jafnt og þétt í sumar, uppskar þriðja sætið. Ragnar Páll Ragnarsson keppti í mx-unglingaflokki sem er mjög öflugur flokkur. Ragnar Páll hefur æft stíft og er sífelt að bæta sig. Hann endaði í fimmta sæti eftir daginn.

Þess má geta að 30 mínútna þáttur um mótið verður sýndur á RÚV þann 26. ágúst. Hægt er að nálgast yfir 700 myndir frá mótinu á motosport.is. Eins eru ítarlegri úrslit að finna á msisport.is. Þann 5. ágúst verður aftur keppt í mótokrossi á Unglingalandsmótinu sem haldið er á Selfossi í ár. Er undirbúningur nú þegar hafinn.

Í hléi afhentu Eyþór Arnalds og Ásta Stefánsdóttir mótokrossdeildinni peningastyrk að upphæð 500.000 kr. frá Sveitarfélaginu Árborg í tilefni þess að deildin hlaut útnefningu sem fyrirmyndardeild ÍSÍ.

mrm

Efsta mynd: Þorsteinn Helgi sem sigraði 85cc flokkinn. 
Næst efsta mynd: Einey Ösp sem varð í 3. sæti í kvennaflokki. 
Næst neðsta mynd:Ragnar Páll sem varð 5. í mx-unglingaflokki.
Neðsta mynd: Frá afhendingu fyrimyndarstyrks, frá vinstri, Kristín Bára, formaður Umf. Selfoss, Magnús Ragnar, formaður mótokrossdeildar, Eyþór, formaður bæjarráðs Árborgar, og Ásta, framkvæmdastjóri Árborgar.

 

 

 

 

 

 

No Comments

Sorry, the comment form is closed at this time.