88 Sölvi Ólafsson

88 Sölvi Ólafsson

#
88
Nafn
Sölvi Ólafsson
Þjóðerni
Ísland
Staða
Markmaður
Height
195
Weight
95
Félag
Afturelding, Selfoss
Fyrrum félög
Selfoss
Leagues
Olísdeild karla
Seasons
2017-2018
Fæðingardagur
24. nóvember 2017
Aldur
4

Ættfræði

Faðir: Ólafur Helgi Halldórsson, Móðir: Alma Anna Oddsdóttir.

Á ættir að rekja til Hvammstanga, Blönduóss(Hjaltabakka) og eitthvað til Vopnafjarðar. Skiptir ekki endilega öllu, er Flóamaður núna! Er ekki skyldur neinum í liðinu nema Árna Geir, þar sem móðir hans, Stefanía Geirsdóttir, ættleiddi mig fyrir um þremur árum.

Fyrsti mfl leikurinn

Það var árið 2012, leikur á móti Stjörnunni, með Selfoss

Hversu gamall byrjaðir þú að æfa?

Byrjaði að æfa á fullu þegar ég var 14 ára. Hafði spriklað eitthvað áður, en ekkert af viti

Fyrsti handboltaþjálfarinn þinn

Arnar Gunnarsson var fyrsti þjálfarinn minn, en Stebbi Árna þjálfaði mig fyrsta heila veturinn sem ég æfði

Uppáhaldsleikmaðurinn þinn

Ætli það sè ekki Niklas Landin ef ég tek mið útfrá stöðunni sem ég spila. Á samt ekkert svona „Idol“

Bestur í klefanum

Það er alltaf stutt í húmorinn hjá Einari Sverris, Hrannar(Hrammar) leynir líka á sér. Kætir mig ávallt þegar ég heyri setninguna ,,Þegiðu Sverrir“ og það gerist nefnilega reglulega

Eftirminnilegasta atvikið á ferlinum

Það er líklegast þegar að við urðum bikarmeistarar í 4.fl Selfoss. Sérstaklega eftirminnilegt vegna þess að ég spilaði með, í kringum, 40 stiga hita og ælupest en náði samt á einhvern hátt að klukka 20 bolta. Með eitt stykki ælufötu á hliðarlínunni. Drullugóður dagur samt

Rútínan á leikdegi

Engin fyrirfram ákveðin rútína svosem. Finnst best að vinna bara eins og alla aðra daga og pæla ekki mikið í leiknum þannig séð. Fyrir utan það kannski að horfa á skot-klippur og þess háttar