Aðalfundur Sunddeildar

Aðalfundur Sunddeildar

Aðalfundur Sunddeildar Umf. Selfoss var haldinn í Tíbrá miðvikudaginn 12. mars. Rekstur deildarinnar gekk vel síðastliðið ár og er fjölgun iðkenda í yngsta aldurshópnum. Það er því bjart framundan hjá deildinni sem bindur miklar vonir við að bætt aðstaða í Sundhöll Selfoss efli starfið í deildinni enn frekar á næstu árum.

Á myndinni má sjá fráfarandi stjórn deildarinnar ásamt yfirþjálfara á aðalfundinum. Frá vinstri: Amanda yfirþjálfari, Jóhanna gjaldkeri, Elín, Katrín Ósk ritari, Edda Björk ritari og Sigríður formaður. Á fundinum voru Ragnheiður Ragnarsdóttir og Sigurbjörg Stefánsdóttir kjörnar í stjórn í stað Jóhannu og Katrínar Óskar. Þeim eru þökkuð vel unnin störf í þágu deildarinnar.

Mynd: Umf. Selfoss/Gissur

Tags: