Æfingadagur í sundi hjá brons og koparhópum

Æfingadagur í sundi hjá brons og koparhópum

Laugardaginn 20. apríl fóru 22 hressir krakkar í æfingaferð að Borg í Grímsnesi. Farið var með rútu frá Sundhöllinni kl. 10 og með í för voru nokkrar mömmur sem tóku að sér að elda hádegismat fyrir krakkana. Ragnar yfirþjálfari sá um fyrri sundæfinguna en þegar henni lauk fengu krakkarnir hádegismat í félagsheimilinu. Eftir matinn var farið í leiki  og svo var farið aftur í sund. Gugga þjálfari krakkanna sá um seinni sundæfinguna. Þegar æfingunni lauk skemmtu krakkarnir sér vel um alla laug og var þar rennibrautin í uppáhaldi. Krakkarnir stóðu sig vel í ferðinni og voru sunddeildinni til sóma og mömmurnar stóðu vel  fyrir sínu við eldamennskuna.

Tags: