Amanda áfram yfirþjálfari í sundi

Amanda áfram yfirþjálfari í sundi

Í síðustu viku var gengið frá ráðningu Amöndu Marie Ágústsdóttur sem yfirþjálfari hjá Sunddeild Selfoss. Amanda kom til starfa hjá sunddeildinni síðasta vetur og var mikil ánægja með störf hennar. Það er hugur í sundfólki sem hefur sett markið hátt á komandi tímabili.

Sunddeild Selfoss hlakkar til áframhaldandi samvinnu við Amöndu í vetur en sundæfingar fara af stað á allra næstu dögum. Upplýsingar um æfingatíma má finna á heimasíðu Umf. Selfoss.

Sigríður Runólfsdóttir formaður Sunddeildar Umf. Selfoss og Amanda glaðbeittar við undirritun samnings.
Mynd: Umf. Selfoss/Gissur Jónsson