Amanda Marie ráðin yfirþjálfari

Amanda Marie ráðin yfirþjálfari

Sunddeild Selfoss gekk í gær frá ráðningu á Amöndu Marie Ágústsdóttur sem yfirþjálfara. Amanda er bandarísk en búsett ásamt fjölskyldu sinni í Hveragerði. Hún hefur mikla reynslu af æfingum og þjálfun í sundi og synti m.a. með háskólaliðum í Bandaríkjunum. Sunddeildin bindur miklar vonir við störf hennar og hvetur börn og unglinga til að mæta á æfingar sem hefjast hjá deildinni mánudaginn 2. september.