Fjórir Selfyssingar á AMÍ

Fjórir Selfyssingar á AMÍ

Fjórir Selfyssingar kepptu á aldursflokkameistaramóti Íslands (AMÍ) sem fram fór í Laugardalslaug um helgina.

Sara Ægisdóttir sem náði lágmarki inn á AMÍ í 100 m skriðsundi með tímanum 1:16,36 mín bætti tíma sinn stórkostlega þegar hún synti á 1:10,73 mín sem er bæting um 4,5 sekúndur.

Birgitta Ósk Hlöðversdóttir, Elín Þórdís Pálsdóttir og Hallgerður Höskuldsdóttir syntu 100 m bringusund og bættu sig allar.

Stelpurnar kepptu einnig í 4×100 m skriðsundi 13 ára og var tími sveitarinnar 5:33.52 mín.

Þetta var vel heppnað mót hjá stúlkunum og lofar góðu fyrir næsta keppnistímabil hjá sunddeild Selfoss.

mt

Keppendur Selfoss f.v. Elín Þórdís, Hallgerður, Sara og Birgitta Ósk.
Ljósmynd: Umf. Selfoss/Magnús Tryggvason