Góður árangur á Gullmóti KR

Góður árangur á Gullmóti KR

Gullmót KR var haldið í 50m innilaug í Laugardal um helgina sem leið. Yfir 500 keppendur syntu á mótinu sem var í sex hlutum. Sundeild Umf. Selfoss sendi sex keppendur á mótið sem kepptu samtals í 12 greinum. Mikið var um persónulegar bætingar hjá okkar sundfólki enda var æft af kappi fyrir þetta fyrsta stóra mót ársins.

Þar ber helst að nefna árangur Kára Valgeirsonar og Þóris Gauta Pálssonar sem unnu sér inn þáttökurétt á Aldurflokkameistaramót Íslands í sumar, fyrir sínar bætingar í 100m flugsundi, 100m baksundi og 100m skriðsundi. Ólöf Eir Hoffritz hefur barist í bökkum undanfarið við að bæta sig og náði loks bætingu í 400m skriðsundi þegar hún synti á tímanum 5:38,72, sem er um 8 sek bæting frá gamla tímanum sínum síðan í fyrra. Það er um 2 sek bæting á hverja 100 metra sem þykir mjög gott. Einnig voru aðrir keppendur frá sunddeildinni að bæta sig allt frá 4 uppí 10 sekúndur fyrir ýmisar 50m og 100m greinar, sem þykir mjög gott fyrir svona stuttar greinar. Það verður því fróðlegt að fylgjast með framvindu mála á næstu mótum sem eru framundan hjá okkar sundliði, sem setur markið hátt og sættir sig ekki við neina meðalmennsku.

Mynd: Frá hægri: Eydís, Ólöf, Kári, Þórir, Baldur og Gíslína.