Góður gangur hjá sunddeildinni

Góður gangur hjá sunddeildinni

Aðalfundur sunddeildar Selfoss fór fram mánudaginn 24. febrúar. Starf og rekstur deildarinnar er í blóma og var Guðmundur Pálsson endurkjörinn formaður. Með honum í stjórn eru Eva Gunnarsdóttir gjaldkeri og Anna Guðrún Sigurðardóttir ritari ásamt Árna Þór Guðjónssyni og Ægi Sigurðssyni.

Verðlaun fyrir framför og ástundun hlaut Ársæll Árnason og sundmaður ársins er að þessu sinni Sara Ægisdóttir.

Verðlaunahafarnir Ársæll og Sara með Magnúsi Tryggvasyni þjálfara (t.v.).
Ljósmynd: Umf. Selfoss/Gissur