Góður gangur hjá sunddeildinni

Góður gangur hjá sunddeildinni

Aðalfundur sunddeildar Selfoss fór fram miðvikudaginn 20. febrúar. Starf og rekstur deildarinnar er í blóma og var Guðmundur Pálsson endurkjörinn formaður. Ægir Sigurðsson, gjaldkeri, og Anna Guðrún Sigurðardóttir, ritari, sitja áfram í stjórn ásamt nýliðunum Árna Þór Guðjónssyni og Evu Gunnarsdóttur. Verðlaun fyrir framför og ástundun hlaut Guðjón Árnason og sundmaður ársins er að þessu sinni Sara Ægisdóttir.

Mynd með frétt: Verðlaunahafarnir Guðjón og Sara með Magnús Tryggvason þjálfara á milli sín.
Mynd fyrir neðan:
Stjórn sunddeildar Selfoss f.v. Eva, Anna Guðrún, Guðmundur, Árni Þór og Ægir.
Ljósmyndir: Umf. Selfoss/Gissur