Hallgerður með mestu bætinguna

Hallgerður með mestu bætinguna

Sunnudaginn 17. nóvember var árlegt Unglingamót HSK í sundi haldið í Sundhöll Selfoss. Mótið er fyrir 14 ára og yngri en keppendur á aldrinum 11-14 ára synda til stiga fyrir félagið sitt. Að þessu sinni voru keppendur frá Selfossi 21, fjögur sem kepptu til stiga og sautján í flokki 10 ára og yngri. Á aldursskiptingu keppenda frá Selfossi má búast við mörgum sundmönnum frá Selfossi inn á mótið á næstu árum.

Á þessu mótinu er veittur bikar þeim sundmanni/konu sem bætir sig mest milli ára í sömu grein. Að þessu sinni var það Hallgerður Höskuldsdóttir frá Selfossi sem fékk bikarinnar en hún bætti sig um 21,22 sek. í 50 m. bringusundi. Stigabikar mótsins hlaut Dímon á Hvolsvelli en þetta er í fyrsta skiptið í 40 ára sögu mótsins sem Dímon vinnur stigabikarinn. Umf. Selfoss hlaut 39 stig á mótinu. Úrslit mótsins má finna á heimasíðunni.

iels

O O O

Tags: