Héraðsmót HSK

Héraðsmót HSK

Héraðsmót HSK í sundi verður haldið í Hveragerði þriðjudaginn 6. júní 2017. Upphitun hefst kl. 17:15 og keppni kl. 18:00.

Keppt verður í eftirfarandi greinum karla og kvenna:
50 m skriðsundi
100 m baksundi
50 m bringusundi
100 m bringusundi
50 m baksundi
100 m skriðsundi
50 m flugsundi
200 m fjórsundi
100 m flugsundi
4 x 50 m skriðundi

Skráningar skulu berast á  skrifstofu HSK í síðasta lagi kl. 24:00 miðvikudaginn 31. maí með tölvupósti á netfangið hsk@hsk.is og afrit á maggitryggva@gmail.com.

Skráið með nafni, (a.m.k. Fd+ár) og allar keppnisgreinar hvers fyrir sig og besta tíma. Hver sundmaður má bara synda 3 greinar til stiga og verðlauna.

Verðlaun
Bikar fyrir stigahæsta félagið. Bikar fyrir besta afrek samkvæmt stigatöflu FINA. Bikar fyrir 3 stigahæstu sundin. Verðlaunapeningar fyrir 1. – 3. sæti í öllum greinum. Þátttökuverðlaun fyrir 10 ára og yngri en 10 ára og yngri synda ekki til stiga fyrir félagið sitt. Þátttökuverðlaun fyrir garpa.

Þátttökugjöld
Skráningargjöld eru kr. 300 fyrir hverja grein. Gjöldin verða skuldfærð á félögin af skrifstofu HSK.

Hvetjum foreldra til að mæta og fylgjast með skemmtilegri keppni.

Tags: