HSK | Selfoss sigraði með yfirburðum

HSK | Selfoss sigraði með yfirburðum

Skemmtilegu Aldursflokkamóti HSK í sundi er lokið, en mótið var haldið á Hvolsvelli 5. maí sl. Selfoss sigraði með yfirburðum í stigakeppni félaga, hlaut 214 stig, Dímon varð í öðru sæti með 22 stig og Hamar í þriðja sæti 20 stig.

Það er stutt í næsta sundmót á svæðinu, en héraðsmót HSK í sundi verður haldið í Hveragerði þriðjudaginn 6. júní 2019.

Úr fréttabréfi HSK