Iðkendur

Hér er að finna ýmsar upplýsingar sem lúta beint að sundiðkendum Sunddeildar Umf. Selfoss, s.s. iðkendareglur o.fl.

 

Iðkenda-/nemendareglur Sunddeildar Umf. Selfoss

• Iðkendur/nemendur mæti stundvíslega og séu tilbúnir í sundfatnaði þegar tíminn hefst.

• Iðkendur/nemendur gæti þess að skilja enga persónulega muni eftir, s.s. sundgleraugu

• Iðkendum/nemendum er stranglega bannað að vera með tyggjó eða annað sælgæti á æfingum. Leyfilegt er að vera með vatnsbrúsa á sundlaugarbakka.

• Mikilvægt er að vera dugleg(ur) að mæta á allar æfingar til að hægt sé að vinna að settum markmiðum.

• Foreldrum/forráðamönnum er heimilt að horfa á æfingar sé þess vandlega gætt að það trufli æfinguna ekki á nokkurn hátt. Reyndar hvetur sunddeildin foreldra/forráðamenn til þess að fylgja börnum sínum á æfingar þar sem það ýtir undir áhuga og minnkar brottfall úr greininni.