Innanfélagsmót í sundi

Innanfélagsmót í sundi

Um miðjan febrúar hélt sunddeild Selfoss lítið og skemmtilegt innanfélagsmót í Sundhöll Selfoss. Keppt var með hefðbundnu sniði í tíu greinum en endað á léttu nótunum með skemmtilegu boðsund þar sem allir tóku þátt.

Mótið var fyrst og fremst til gamans fyrir þau yngstu í sundinu. Þau eru ekki að fara stórmót á þessu keppnistímabili en öðlast smátt og smátt reynslu með þátttöku í innanfélagsmótum.

Eldri hópurinn var kampakátur að loknu móti.
Mynd: umfs.is/Gissur