Innanfélagsmót í sundi

Innanfélagsmót í sundi

Sunddeild Selfoss heldur innanfélagsmót í Sundhöll Selfoss þriðjudaginn 28. apríl. Upphitun hefst kl 18.10 og mótið verður sett kl 18.30.

Keppt er  í öllum aldurshópum og verða þátttökuverðlaun veitt 10 ára og yngri en viðurkenningar fyrir fyrsta, annað og þriðja sæti fyrir þau eldri.

Gert er ráð fyrir að mótið standi í tvo tíma.