Innanfélagsmót í sundi

Innanfélagsmót í sundi

Í kvöld kl. 18 heldur sunddeild Selfoss lítið innanfélagsmót í Sundhöll Selfoss. Fyrri hluti mótsins er með hefðbundnu sniði þar sem keppt er í tíu greinum. Seinni hluti mótsins er í léttari kantinum en þá verður synt boðsund þar sem allir taka þátt og synda tvær ferðir.

Sigursælasta liðið fær farandbikar sem geymdur verður í verðlaunaskápnum í anddyri Sundhallarinnar.

Mótið er fyrst og fremst til gamans fyrir þau yngstu í sundinu. Þau eru ekki að fara stórmót en öðlast reynslu af keppni á skemmtilegu innanfélagsmóti.

Tags: