Íslandsmeistaramót í 25 metra laug

Íslandsmeistaramót í 25 metra laug

Íslandsmeistaramótið í 25m laug verður haldið í Ásvallalaug í Hafnarfirði dagana 22.-24. nóvember, samhliða Íslandsmóti ÍF. Tveir keppendur frá Selfossi eru skráðir á mótið.

Morgunhlutar mótsins hefjast kl. 9 að morgni og samkvæmt áætlun lýkur þeim um einni og hálfri stundu síðar. Kvöldhlutar hefjast kl. 17 og standa yfir í um 2 tíma.

Vert er að minna á að SportTV mun senda beint út frá úrslitahlutum mótsins.