Íslandsmet á IMOC í sundi.

Íslandsmet á IMOC í sundi.

Íslandsmót Garpa (IMOC) fór fram í Ásvallalaug í Hafnarfirði 3. – 4. maí 2013.  Frá UMFSelfossi tóku þátt fimm keppendur: Sigmundur Stefánsson í flokki 60-64 ára, Hrund Baldursdóttir í flokki 45-49 ára, Gunnar Þór Gunnarsson í flokki 40-44 ára, Ægir Sigurðsson og  Sigurlín Garðarsdóttir í flokki 35-39 ára, Stefán Reyr Ólafsson í flokki 30-34 ára og frá Hamri keppti Magnús Tryggvason í flokki 45-49 ára. Árangur þeirra var stórglæsilegur þar sem þau voru öll á verðlaunapalli í öllum sínum greinum.
Sigmundur Stefánsson setti Íslandsmet í 800m skriðsund á tímanum og sló þar sem met síðan 2011 um rúmlega 8 sekúntur og einnig setti Sigmundur Íslandsmet í 200m skriðsundi. Ægir Sigurðsson setti Íslandsmet í 50m flugsundi og einnig í 50m og 100m skriðsund en í skriðsundsgreinunum sló Ægir met síðan 2008. Sigurlín Garðarsdóttir setti Íslandsmet í 50m bringusund og sló þar með met síðan 2011, einnig setti hún Íslandsmet í 100m skriðsundi og 100m fjórsundi,  Stefán Reyr Ólafsson setti Íslandsmet í 50m skriðsundi og sló þar með met síðan 2008, einnig bætti hann metin 100m og 200m skriðsundum um rúmlega 2 sekúndur í hvorri vegalengd, 
Sigmundur, Stefán Reyr, Ægir og Gunnar Þór mynduðu einnig boðssundssveit sem lauk sínu sundi í 2. sæti og Stefán Reyr, Sigurlín, Ægir og Hrund mynduðu boðssundssveit sem vann keppni í blönduðum sveitum.
Keppendur frá 13 félögum tóku þátt í þessu móti og var Selfoss í 4. sæti í stigakeppni félaganna.