Langar þig að æfa sund

Langar þig að æfa sund

Langar þig að prófa að æfa sund? Í sundi styrkir maður flesta vöðva líkamans og nær bæði þreki og þoli. Hjá sunddeild Selfoss er góður og skemmtilegur hópur iðkenda og metnaðarfullir þjálfararnir eru framúrskarandi og með mikla reynslu.

Æfingar eru aldursskiptar  sem hér segir:

Koparhópar 10 ára og yngri (f. 2007  og síðar) kr. 4.100 á mánuði (æfa tvisvar sinnum í viku).
Bronshópur 10-12 ára (f. 2005-2007) kr. 4.300 á mánuði (æfa tvisvar sinnum í viku).
Silfurhópur 12-14 ára (f. 2003-2005) kr. 6.450 á mánuði (æfa þrisvar sinnum í viku).
Gullhópur 14 ára og eldri (f. 2003 og fyrr) kr. 9.600 á mánuði (æfa fimm til sex sinnum í viku).

Það eru allir velkomnir á æfingar og viljum við vekja athygli á að fyrstu tvær vikurnar eru fríar til prufu.

Systkinaafsláttur er 10% á öll börn þegar greitt er fyrir tvö börn eða fleiri.

Þjálfarar eru Magnús Tryggvason  sem þjálfar eldri flokka og Guðbjörg H. Bjarnadótttir sem þjálfar koparhópana.

Æfingar hjá eldri hópum hefjast miðvikudaginn 30. ágúst en æfingar í koparhópum hefjast mánudaginn 4. september.

Vekjum athygli á að allar skráningar fara fram í gegnum skráningar- og greiðslukerfið Nóra en sérstkakur kynningardagur verður í afgreiðslu Sundhallar Selfoss mánudaginn 28. ágúst klukkan 16:00 – 17:00, þar sem Gugga og Maggi veita upplýsingar um vetrarstarfið og taka á móti skráningum.