Magnús ráðinn yfirþjálfari

Magnús ráðinn yfirþjálfari

Á dögunum var gengið frá ráðningu Magnúsar Tryggvasonar sem yfirþjálfara hjá Sunddeild Selfoss. Magnús er menntaður íþróttafræðingur, margreyndur sundmaður og sundaþjálfari bæði hér á Selfossi sem og á Suðurlandi öllu. Bjóðum Magnús velkominn aftur til starfa hjá Selfoss og hlökkum til ánægjulegs samstarfs.

Sigríður formaður Sundeildar Selfoss og Magnús handsala gott samstarf.
Ljósmynd: Umf. Selfoss/Gissur Jónsson