Ný stjórn á aðalfundi sunddeildar

Ný stjórn á aðalfundi sunddeildar

Aðalfundur sunddeildar Selfoss var haldinn miðvikudaginn 9. mars. Á fundinum létu Sigríður Runólfsdóttir og Elín María Karlsdóttir af störfum eftir farsælt starf undanfarin ár. Ný stjórn var kjörin en hana skipa Guðmundur Pálsson formaður, Sigurbjörg Stefánsdóttir gjaldkeri, Ægir Sigurðsson ritari og Kallý Harðardóttir og Anna Guðrún Sigurðardóttir meðstjórnendur. Varamenn eru Hugrún Jóhannsdóttir og Sigurður Torfi Sigurðsson.

Elín Þórdís Pálsdóttir (Ella Dís) og Sara Ægisdóttir (t.h.) fengu viðurkenningu fyrir góðan árangur í sundi á aðalfundinum. Efnilegar stelpur þarna með Magga Tryggva þjálfara.

Ljósmynd: Umf. Selfoss/GJ

Tags: