25 apr Nýtt námskeið hefst í maí í Guggusundi – Ungbarnasundi
Nýtt byrjendanámskeið í Guggusundi – Ungbarnasundi hefst í byrjun maí. Kenndir verða 9 tímar á 5-6 vikum. Skráning er hafin á guggahb@simnet.is eða í síma 848-1626. Kennari á námskeiðinu er Guðbjörg H. Bjarnadóttir íþróttakennari sem hefur rekið sundskólann „Guggusund“ í 20 ár í samstarfi við sunddeild Umf. Selfoss.