Samstarf við Domusnova

Samstarf við Domusnova

Sunddeild Umf. Selfoss og Domusnova Fasteignasala ehf. hafa gengið frá samstarfssamning sem miðar að því að styrkja starfsemi og rekstur sunddeildarinnar. Það voru Sigríður Runólfsdóttir, formaður sunddeildar og Víðir Arnar Kristjánsson, framkvæmdastjóri Domusnova sem undirrituðu samninginn í Tíbrá.

Styrkur Domusnova fasteignasölu til sunddeildarinnar felst í svokölluðum Vildareignum Umf. Selfoss. Vildareignir Umf. Selfoss eru þær eignir sem skráðar eru í sölu fyrir tilstuðlan stuðningsmanna Sunddeildar Umf. Selfoss. Nóg er fyrir stuðningsmenn að taka fram að um Vildareign Umf. Selfoss sé að ræða og skráist hún þá þannig í sölukerfi Domusnova.

Sunddeildin fær fasta greiðslu fyrir hverja og eina selda Vildareign Umf. Selfoss og því til mikils að vinna fyrir stuðningsmenn að skrá eignir sínar hjá Domusnova fasteignasölu.

Að auki mun Domusnova fasteignasala veita stuðningsmönnum Sunddeildar Umf. Selfoss og aðilum þeim tengdum sérkjör.

Sigríður og Víðir Arnar handsöluðu samninginn í Tíbrá.
Mynd: Umf. Selfoss/Gissur Jónsson

Tags: