Sara nálægt sínu besta

Sara nálægt sínu besta

Hin 15 ára gamla Sara Ægisdóttir, Umf. Selfoss, átti gott mót en hún keppti í fjórum greinum á Íslandsmótinu í 50 metra laug og var nálægt sínu besta í þeim öllum. Hún varð í 11. sæti í 50 m skriðsundi á 29,16 sek, 15. sæti í 100 m skriðsundi á 1:04,54, 22. sæti í 200 m skriðsundi á 2:48,15 mín og 25. sæti í 200 m fjórsundi á 2:48,15 mín þar sem hún bætti sig um 0,15 sekúndur.

Sara getur verið ánægð með árangurinn á fyrsta mótinu í 50 metra laug.
Ljósmynd úr safni Umf. Selfoss

Tags:
,