Selfoss vann stigakeppnina með yfirburðum

Selfoss vann stigakeppnina með yfirburðum

Unglingamót HSK í sundi fór fram í Sundhöll Selfoss sunnudaginn 17. nóvember sl. Keppt var í þremur aldursflokkum drengja og stúlkna 14 ára og yngri. Þrjú félög sendu keppendur til leiks. Selfyssingar unnu stigakeppni félaga með yfirburðum, liðið hlaut samtals 159 stig, Hamar varð í öðru sæti með 21 stig og Dímonarkrakkar hlutu 11 stig.

Á unglingamóti HSK í sundi eru alltaf veitt sérstök verðlaun fyrir mestu bætingu milli móta. Frosti Magnússon úr Dímon hlaut verðlaunin, synti 50 metra bringusund á 1:25,28 mín. Í fyrra synti hann á 1:45,81 mín. sem er bæting upp um 20,43 sek.

Tags:
,