Selfoss vann unglingamót HSK í sundi

Selfoss vann unglingamót HSK í sundi

Unglingamót HSK í sundi fór fram í Sundhöll Selfoss sunnudaginn 25. nóvember s.l. Mótið er fyrir 14 ára og yngri keppendur en eldri iðkendur tóku einnig þátt sem gestir. Um er að ræða keppni í einstaklingsgreinum, en keppendur 11-14 ára keppa til stiga fyrir félagið sitt. Fjögur félög af HSK-svæðinu tóku þátt í mótinu, Selfoss, Hamar (Hveragerði), Dímon (Hvolsvelli) og Hekla (Hellu). Var mjög gaman að fá keppendur frá Heklu og vonandi eigum við eftir að sjá þau oft á HSK-sundmótunum. Heildarfjöldi keppenda var 61 sem stungu sér 149 sinnum í sundlaugina. Mestu bætinguna milli ára átti Ástríður Björk Sveinsdóttir frá Dímoni, en stigahæsta félag mótsins var Selfoss með 114 stig. Dímon fékk 68 stig, Hamar fékk 61 stig og Hekla 4 stig.