Sumarhátið Sunddeildar Selfoss

Sumarhátið Sunddeildar Selfoss

Sunddeild Selfoss hélt sumarhátíð fyrir iðkendur sína mánudaginn 29. júní. Hátíðin fór fram á gervigrasinu við Vallaskóla þar sem var boðið upp á skemmtilega leiki, frostpinna og svaladrykki. Mesta kátínu vakti ýmis konar keppni í loftboltum þar sem oft gekk mikið á.

Ljósmynd: Umf. Selfoss/Sigurbjörg Stefánsdóttir

Tags: