Sundæfingar hefjast 22. ágúst

Sundæfingar hefjast 22. ágúst

Æfingar hjá brons-, silfur- og gullhópum sunddeildar Selfoss hefjast miðvikudagin 22. ágúst kl 16:00. Magnús Tryggvason þjálfar hópinn í vetur eins og undanfarin ár.

Samhliða tómstundamessu Árborgar verður skráningardagur og viðtalstími í íþróttahúsi Vallaskóla fyrir koparhóp sunddeildarinnar (7-10 ára) miðvikudaginn 29. ágúst frá 16:00-18:00. Líkt og undanfarin ár er þjálfari hópsins Guðbjörg H. Bjarnadóttir. Æfingar hefjast mánudaginn 3. september.

Nánari upplýsingar um þjálfara og æfingatíma eru á vefsíðu félagsins en gengið er frá skráningum og greiðslu í gegnum skráningar- og greiðslukerfið Nóra.