Sundfólk áfram í góðum höndum Magga og Guggu

Sundfólk áfram í góðum höndum Magga og Guggu

Nýlega var gengið frá áframhaldandi ráðningu Magnúsar Tryggvasonar og Guðbjargar H. Bjarnadóttur sem þjálfara sunddeildar Selfoss. Þetta er þriðja árið í röð sem þau sjá um alla þjálfun deildarinnar.

Magnús þjálfar iðkendur í gull-, silfur- og bronshópum sem eru 10 ára og eldri. Guðbjörg þjálfar iðkendur í koparhópi sem eru 10 ára og yngri auk þess að standa fyrir ungbarnasundi og sundskóla yngri iðkenda líkt og undanfarin aldarfjórðung.

Deildin er mjög ánægð með að hafa tryggt sér þessa góðu þjálfara áfram sem hafa á undanförnum tveimur árum rifið deildina upp með mikilli fjölgun iðkenda.

F.v. eru Sigurður Torfi Sigurðsson gjaldkeri, Guðbjörg H. Bjarnadóttir, Magnús Tryggvason og Guðmundur Pálsson formaður ásamt iðkendum úr kopar- og bronshópum.

Ljósmynd: Umf. Selfoss/Gissur Jónsson