Sundnámskeið Selfoss

Sundnámskeið Selfoss

Vornámskeið sunddeildar Umf. Selfoss verður haldið 8.-18. júní í gömlu innilauginni á Selfossi.

Kennt verður fyrir hádegi virka daga í alls átta skipti í 45 mínútur í senn. Fyrsti hópur byrjar kl 8:00. Námskeiðið er fyrir börn fædd 2015 og eldri.

Börnin koma ofan í laugina án foreldris (nema ástæða sé til annars). Athygli er vakin á því að það verður hópur í boði fyrir börn sem eru byrjuð í skóla og vilja/þurfa að bæta sundkunnáttuna.

Kennari á námskeiðinu er Guðbjörg H. Bjarnadóttir íþróttakennari og sundþjálfari sem kennt hefur á þessum námskeiðum í mörg ár.

Námskeiðsgjaldið er kr. 16.000 og ef annað systkini kemur líka þá greiðir seinna barnið kr. 13.500. Athugið að frístundastyrkur Árborgar er kr. 45.000 á þessu ári og hægt er að nýta styrkinn til að greiða námskeiðsgjaldið.

Skráning á netfangið guggahb@simnet.is eða í síma 848-1626. Skráningar berist fyrir 5. júní. Senda þarf fullt nafn barns og kennitölu, nafn foreldris, farsímanúmer og tölvupóstfang. Einnig upplýsingar um hvort barnið er óhrætt í vatni og getur fleytt sér kútlaust eða ef það er óöruggt og kafar ekki/lítið.