Þrír Selfyssingar syntu í Keflavík

Þrír Selfyssingar syntu í Keflavík

Um seinustu helgi tóku þrír Selfyssingar þátt í Landsbankamóti ÍRB í Keflavík. Allir keppendur stóðu sig mjög vel og bættu tíma sína í flestum greinum. Bestum árangri náði Kári Valgeirsson sem varð þriðji í 100 m. flugsundi.

Mótið var afar vel heppnað og helgin skemmtileg fyrir keppendur.