Unglingamót HSK

Unglingamót HSK

Unglingamót HSK í sundi fer fram í Sundhöll Selfoss sunnudaginn 9. nóvember. Upphitun hefst kl. 9:15 og mót kl. 10:00.

Keppnisflokkar eru hnátur og hnokkar 10 ára og yngri, sveinar og meyjar 11-12 ára og telpur og drengir 13-14 ára.

Skráningar skulu berast til skrifstofu HSK á netfangið hsk@hsk.is eigi síðar en um miðnætti sunnudagskvöldið 2. nóvember 2014.

Hvert félag er vinsamlegast beðið að útvega 3-4 starfsmenn á mótið. Nánari upplýsingar á heimasíðu HSK.

Tags:
,