Vorfagnaður sunddeildar

Vorfagnaður sunddeildar

Vorfagnaður sunddeildarinnar var haldinn í Hellisskógi í byrjun júní. Þar var sundfólki veittar viðurkenningar fyrir góðan árangur á tímabilinu. Þórir Gauti hlaut viðurkenningu fyrir bestan árangur, Natan Elí var samviskusamasti iðkandinn og Eydís Birta prúðasti iðkandinn. Þá átti Kári „endurkomu ársins“ (comeback) fyrir að ná lágmarki inn á Unglingameistaramótið í 200 m skriðsundi eftir að vera búinn að glíma við meiðsli nánast allt tímabilið.