Vorhátíð

Vorhátíð

Vorhátíðin sunddeildarinnar verður haldin næstkomandi miðvikudag 5. júní í Hellisskógi, en þann dag ætla veðurguðirnir að miskunna sig yfir okkur. Við hittumst við hellinn í Hellisskógi kl. 16:00 – 18:00. Þar verður farið í leiki, grillaðar pylsur í boði Elínar og Björns í Holti og síðan mun yfirþjálfari afhenda viðurkenningar. Foreldrar eru hvattir til að mæta með börnum sínum og systkini eru velkomin með.

Hlökkum til að sjá ykkur öll.