12 keppendur – 12 verðlaun

12 keppendur – 12 verðlaun

Laugardaginn 25. apríl var Barnabikarmót TKÍ haldið í Ármanssheimilinu. Frá Taekwondodeild Selfoss mættu 12 keppendur sem öll stóðu sig mjög vel.

Það var sérstaklega tekið eftir því hversu prúð og stillt þau voru og þau voru alltaf tilbúin þegar þau áttu að keppa, hið sama er ekki hægt að segja um öll lið. Margir keppenda voru að keppa í fyrsta sinn og fer þetta beint í reynslubankann þeirra.

Sigurður Hjaltason og Magnús Ari Melsteð lentu í sama flokki eins og oft áður og kepptu síðan til úrslita þar sem Sigurður hafði betur.

Allir aðrir keppendur frá Selfossi lentu í verðlaunasæti og skiptust verðlaunin svona:
Gullverðlaun hrepptu: Björn Jóel Björgvinsson, Sigurður Hjaltason og Viktor Kári Garðarsson.
Silfurverðlaun hrepptu: Eva Margrét Þráinsdóttir, Hugdís Erla Jóhannsdóttir, Óðinn Magnússon, Ísak Guðnason og Magnús Ari Melsteð.
Bronsverðlaun hrepptu: Óskar Ingi Helgason, Þór Davíðsson, Fannar Máni Björgvinsson og Alma Sóley Kristinsdóttir.

PJ

Tags:
,