Aaron Cook á Selfossi

Aaron Cook á Selfossi

Þetta má enginn áhugamaður um taekwondo láta framhjá sér fara. Einn allra besti íþróttamaður heimsins kíkir á klakann og heldur æfingabúðir á Selfossi.

Aaron Cook einn allra besti taekwondomaður heimsins heldur æfingabúðir á Selfossi á laugardag. Hann verður með eina stóra opna æfingu þar sem öllum er frjálst að mæta en auk þess verður hann með sérstaka Elite-level æfingu fyrir fáa útvalda.

Æfingar fara fram í Iðu á Selfossi laugardaginn 24. október og kostar kr. 1.000 fyrir áhorfendur.

Taekwondodeild Selfoss hvetur alla sem vettlingi geta valdið að taka frá daginn og fjölmenna á þennan einstaka viðburð sem haldinn er fyrir tilstuðlan Sigursteins Snorrasonar í samstarfi við Taekwondoakademíuna og Alvogen Iceland.

Aaron Cook í kunnuglegum stellingum.
Ljósmynd: Getty Image.