Æfingabúðir í Iðu

Æfingabúðir í Iðu

Taekwondodeild Selfoss verður með stórar æfingabúðir í Iðu um helgina þar sem taekwondofólk í heimsklassa verður meðal þátttakenda. Þetta eru Bianca Walkden heimsmeistari, tvöfaldur Evrópumeistari og brons á Ólympíuleikunum í Ríó og Aaron Cook fjórfaldur Evrópumeistari auk þess að vera efstur á styrkleikalistanum fyrir Ólympíuleikana í sumar.