Átta Selfyssingar í svartbeltisprófi

Átta Selfyssingar í svartbeltisprófi

Sjö nýjir svartbeltingar bættust í hópinn hjá Taekwondodeild Umf. Selfoss í dag auk þess sem einn bætti við sig gráðu.

Daníel Jens Pétursson tók próf fyrir 3. dan og Dagný María Pétursdóttir 1. dan en auk þess þreyttu þau 24 klukkutíma próf, svokallað wondan próf, sem ætlað er yfirkennurum. Bjarnheiður Ástgeirsdóttir, Sigurjón Bergur Eiríksson, Hekla Þöll Stefánsdóttir, Pétur Már Jensson og Daníel Fonseca Fortes tóku öll próf fyrir 1. dan. Þess ber að geta að Daníel Fonseca er elstur til að þreyta þetta próf á Íslandi.

Stjórn Taekwondodeildar Selfoss óskar öllum próftökum innilega til hamingju með frábæran árangur!