Beltapróf í Baulu 11. maí

Beltapróf í Baulu 11. maí

Sunnudaginn 11. maí verður beltapróf í íþróttahúsinu Baulu við Sunnulækjarskóla. Prófið verður í stóra salnum niðri og byrjar klukkan 10:00.

Próflistar verða settir upp strax eftir helgi og sendir í tölvupósti.

Þeir sem eru að taka sitt fyrsta próf þ.e. gula rönd verða fyrst á gólfið kl. 10:00.

Næsti hópur sem er að taka gult og appelsínugult belti byrja kl. 11:30.

Klukkan 15:00 byrjar próf fyrir grænt belti og hærra.

Próf fyrir gula rönd kostar kr. 2.500-

Gult, appelsínugult og grænt kostar kr. 3.500-

Blátt og hærra kostar kr. 4.500-

Athugið að við erum ekki með posa á staðnum.

Mikilvægt er að mæta stundvíslega í hreinum dobog með vel snyrtar neglur á höndum og fótum.

Gangi ykkur vel!

Kveðja stjórnin.

Hópur sem tók beltapróf í desember 2013

Tags: