16 des Beltapróf og HSK mót
Um helgina var haldið beltapróf og Taekwondodeild Umf. Selfoss stóð fyrir HSK móti í þróttahúsinu Iðu.
62 aðilar vor skráðir í beltapróf og mættu flest allir þrátt fyrir veikindi á sumum bæjum. Allir þáttakendur í beltaprófinu stóðust próf, en aðeins tveir aðilar þurfa að sýna yfirþjálfara formin sín til að fá nýju beltin sín.
Um 40 manns mættu til leiks á HSK mótinu þrátt fyrir slæmt veðurútlit. Keppt var í Poomsae, sparring og hinni sívinsælu þrautabraut. Einnig var sýningahópur Taekwondodeildar að frumsýna nýtt atriði sem vakti mikla lukku viðstaddra.
Það er skemmst frá því að segja að mótið gekk í alla staði frábærlega og allir keppendur stóðu sig með stakri prýði.
Stjórn Taekwondodeildar þakkar öllum keppendum og fjölskyldum þeirra fyrir frábært mót
pj
—