
24 okt Bikarmót TKÍ 11 ára og yngri

Fyrsta bikarmót vetrarins í taekwondo verður haldið í íþróttahúsinu Iðu á Selfossi helgina 25.-26. október 2014.
Mótið hefst kl. 13:30 á laugardegi og heldur áfram á sunnudegi kl. 9:00.
Mótið er eingöngu ætlað keppendum í minior flokki (keppendur til og með 11 ára aldri, þ.e.a.s. keppendum fæddum 2003 og yngri). Mótið er eingöngu ætlað keppendum sem eru með að lágmarki gula rönd (10. geup).