Björn Jóel kominn með svarta beltið

Björn Jóel kominn með svarta beltið

Selfyssingurinn Björn Jóel Björgvinsson þreytti svartbeltis próf (1. dan) í Mudo Gym í Víkurhvarfi í gær. Hann var eini próftakinn að þessu sinni og stóðst hann prófið með miklum sóma.

Á meðfylgjandi mynd er Björn Jóel í hvítum galla ásamt meisturum deildarinnar Sigursteini Snorrasyni (6. dan), Magneu Kristínu Ómarsdóttur (4. dan) og yfirþjálfara taekwondodeildar Selfoss Daníel Jens Péturssyni (3. dan).

Glæsilegur árangur hjá Birni Jóel.