Brons á Riga Open

Brons á Riga Open

Selfoss sendi tvo keppendur á Riga Open í Lettlandi um síðustu helgi ásamt Sigursteini Snorrasyni, meistara taekwondodeildarinnar.

Kristín Hrólfsdóttir fékk erfiðan andstæðing strax í fyrsta bardaga þegar hún mætti Bodine Schoenmakers frá Hollandi og tapaði 1-0. En Bodine er meðal annars margfaldur Hollandsmeistari.

Brynjar Logi Halldórsson tapaði bardaga sínum í undanúrslitum naumlega á móti Hvít-Rússa. Bardaginn var jafn eftir þrjár lotur og fór hann því í gullstig sem Brynjar rétt tapaði á síðustu sekúndu en fékk þó brons að launum.

Frábær árangur hjá þessum flotta hópi.

ÁFRAM SELFOSS!

F.v. Kristín, Sigursteinn og Brynjar Logi.
Ljósmynd: Umf. Selfoss