CCEP styður starf taekwondodeildar Selfoss

CCEP styður starf taekwondodeildar Selfoss

Á aðalfundi taekwondodeildar Umf. Selfoss sem fram fór í Tíbrá þriðjudaginn 3. mars sl. var undirritaður samstarfssamningur við CCEP sem styður öflugt starf deildarinnar.

Það voru Björgin Magnússon sölustjóri CCEP á Suðurlandi (t.v.) og Ófeigur Ágúst Leifsson formaður taekwondodeildar Selfoss sem gengu frá samningnum.

Stjórn deildarinnar var endurkjörin á fundinum enda starfið er í örum vexti og iðkendum fjölgar ár frá ári.

Ljósmynd: Umf. Selfoss/Gissur Jónsson