Daníel Jens í 9.-16. sæti

Daníel Jens í 9.-16. sæti

Daníel Jens Pétursson og Ingibjörg Erla Grétarsdóttir keppa um helgina á Paris open í taekwondo en mótið er G – class mót sem er mjög sterkt mót.

Daníel Jens vann fyrsta bardaga sinn á París open 15-9 en seinni bardaga sínum tapaði hann 7-11. Hann var mjög sáttur með daginn og endaði í 9.-16. sæti af 32. Taekwondodeildin óskar honum til hamingju með þennan flotta árangur.

Á morgun keppir Ingibjörg Erla og við óskum henni góðs gengis.

ÁFRAM SELFOSS